Skrifað hefur verið undir kjarasamning á almennum vinnumarkaði og hefst kosning um samninginn á hádegi 13. mars og lýkur 20. mars kl. 09:00. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.
Meginmarkmið samningsins eru:
• Lækkun verðbólgu og vaxta
• Hófstilltar gjaldskrárhækkanir fyrirtækja, ríkis- og sveitarfélaga
• Endurreisn barna-, vaxta- og leigubótakerfis auk umbóta í velferðarmálum
Gegn því er samið um hófsamar launahækkanir með ströngum forsenduákvæðum komi til þess að markmið samningsins náist ekki.
Hér er hægt að nálgast á aðgengilegu formi allar helstu upplýsingar um kjarasamninginn.
English:
Polski: