Samningur Drífanda við Vestmannaeyjabæ hefur verið framlengdur um 6. mánuði. Aðalástæða þess er að þá munu allir samningar sveitarfélaganna renna út á sama tíma. Ekki eru miklar breytingar almennt á samningnum en þó mun viss hópur á leikskólum og í heimaþjónustu fá launauppbót. Einnig mun starfsfólk sem er í launaflokkum 117 – 130 fá launahækkanir mánaðarlega í formi eingreiðslna eins og kemur fram í kynningarefninu hér.
Kosning er hafin og stendur fram á þriðjudag n.k.
Nánari upplýsingar eru á skrifstofu Drífanda að Miðstræti 11 .