Siðareglur Drífanda stéttarfélags

 
 
 1. Í reglum þessum á „fulltrúi Drífanda“ við alla fulltrúa Drífanda í stjórnum, nefndum og ráðum, starfsfólk svo og aðra þá sem koma fram fyrir hönd félagsins og gegna trúnaðarstörfum fyrir það. Ákvæði siðareglna félagsins eiga við hvort heldur fulltrúi Drífanda þiggur laun fyrir störf sín eða ekki.
 2. Þegar unnið er með persónugreinanlegar upplýsingar. Þ.e. upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi, í starfsemi Drífanda stéttarfélags eða sjóða á vegum þess skal farið með þær upplýsingar skv. lögum um persónuvernd nr.77/2000.
 3. Slíkra upplýsingar skal einungis aflað í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi, þær ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi og þess gætt að afla ekki eða óska eftir frekari upplýsingum og gögnum en nauðsynilegt er hverju sinni.
 4. Þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita persónuuplýsingar skal eyða þeim. Málefnaleg ástæða til varðveiðslu upplýsinga getur m.a. byggst á lögum um persónuvernd nr.77/2000.
 5. Fulltrúi Drífanda er bundinn af landslögum sem og lögum þeirra félagseiningar sem hann sinnir stjórnunarstörfum í og sannfæringu sinni um afstöðu einstraka mála. Honum ber að gegna störfum af alúð og samviskusemi. Um hæfni í einstökum málum fer skv. almennum hæfisreglum stjórnsýslulaga skv. lögum nr.37/1993.
 6. Fulltrúi Drífanda sem tilnefndur hefur verið til setu í stjórnum, nefndum eða ráðum annarra samtaka, félaga eða stofnana af Drífanda, skal leitast við að fylgja samþykktum og stefnumálum Drífanda og verkalýðshreyfingarinnar í störfum sínum í viðeigandi stjórn eftir því er sannfæring hans leyfir. Fulltrúar félagsins skulu og vinna að hagsmunamálum félagsmanna Drífanda í störfum sínum fyrir félagið. Komi í ljós að sannfæring viðkomandi fulltrúa fer ekki saman við stefnumál eða samþykktir félagsins skal viðkomandi gera formanni félagsins grein fyrir afstöðu sinni og víkja úr sæti sínu sé þess óskað.
 7. Fulltrúum Drífanda ber að gæta þagnarskyldu um það sem þeir kunna að verða áskynja í starfi sínu eða erindum fyrir félagið og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst áfram eftir að látið er af störfum.
 8. Fulltrúum félagsins er óheimilt að birta eða dreifa skjölum sem varðveitt eru í vinnuumhverfi starfsfólks og stjórnar enda sé um ófrágengin vinnuskjöl að ræða. Skjöl sem hafa verið afgreidd af stjórn eða viðeigandi stjórn eða nefnd og eru ekki merkt sérstaklega sem “trúnaðarmál“ er heimilt að birta opinberlega. Formaður Drífanda er talsmaður félagsins um málefni þess.
 9. Fulltrúum Drífanda er óheimilt að þiggja boðsferðir/kynnisferðir af fyrirtækjum og stofnunum sem Drífandi hefur kjarasamninga við og/eða kaupir vöru eða þjónustu af, nema talið sé að slíkar ferðir hafi upplýsingargildi fyrir félagið og starfsemi þess eða geri þá hæfari til að sinna hlutverki sínu. Ef einhver vafi leikur á upplýsingagildi ferða skal viðkomandi bera slíkt undir formann og stjórn og er hann bundinn af niðurstöðu þeirra. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða ferðir sem standa fulltrúa félagsins til boða á vegum fyrirtækis sem hann starfar hjá og öðrum starfsmönnum stendur einnig til boða, gildir ofangreind regla ekki.
 10. Fulltrúum Drífanda er óheimilt að þiggja gjafir eða fjármuni frá aðilum sem á einn eða annan hátt tengjast starfi þeirra eða erindum fyrir félagið. Undanteknar eru jóla- og afmælisgjafir, sem eru að fjárhagslegu verðmæti innan hóflegra marka eða um er að ræða persónuleg tengsl sem ekki verða rakin til viðskipta við félagið.
 11. Fulltrúum Drífanda er hafa áhrif á hvert félagið beinir viðskiptum sínum er óheimilt að hafa milligöngu um viðskipti við aðila er líta má á sem tengdan þeim sjálfum. Með tengdum aðila er t.d. átt við fyrirtæki í eigu þeirra sjálfra að fullu eða hluta, maka eða barna og tengdabarna og/eða annarra náinna skyldmenna.
 12. Fulltrúum Drífanda sem eru félagar í óskyldum félagasamtökum er óheimilt að beita sér fyrir því að Drífandi veiti viðkomandi félagasamtökum fjárstuðning eða beini viðskiptum sínum sérstaklega til viðkomandi samtaka. Ákvæði þetta gildir um hvers kyns fjáraflanir og samskot.