Saga Drífanda

 
 
Drífandi stéttarfélag var endurstofnað 9. desember árið 2000 er Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja sameinuðust. Upphaflega var það þó stofnað árið 1917, en vegna innbyrðis pólitískra átaka liðaðist það í sundur í smærri félög milli 1930 og 1940.
Félagið er fjölmennasta stéttarfélagið í Vestmannaeyjum og eru nú yfir 1300 félagsmenn í félaginu. Félagsmenn eru með margvíslegan bakgrunn, bæjarstarfsmenn, ríkisstarfsmenn og vinna við margvísleg og ólík störf. Flestir vinna við fiskvinnslustörf og störf tengd fiskvinnslu og höfninni.