Reglugerð orlofssjóðs Drífanda stéttarfélags

 
 
1. gr. Nafn sjóðsins heimili og sjóðfélagar.
Sjóðurinn heitir orlofssjóður Drífanda stéttarfélags. Heimili sjóðsins og
varnarþing er í Vestmannaeyjum. Sjóðfélagar eru þeir sem greitt er af til sjóðsins.
  
2. gr. Tilgangur og markmið.
Tilgangur sjóðsins er að gera sjóðsfélögum kleift að njóta orlofs með því að
koma upp og reka orlofshús og orlofsíbúðir og semja um hagstæð kjör á orlofsferðum og gistingu bæði innanlands og utan.
 
3. gr. Tekjur sjóðsins.
a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
b) Leigutekjur af orlofshúsum
c) Vaxtatekjur og aðrar tekjur er til falla.
 
4. gr. Stjórn og rekstur.
Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum og tveimur til vara. Skulu þeir
kosnir á aðalfundi og skal kjörtímabil sjóðsstjórnar vera tvö ár.
Sjóðstjórn skiptir sjálf með sér verkum, setur sér starfsreglur og nánari reglur um úthlutun orlofshúsa og íbúða.
Stjórnin annast vörslu og ávöxtun sjóðsins ásamt umsjón eigna hans.
 
5. gr. Reikningar og endurskoðun.
Reikningar sjóðsins skulu lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir af
skoðunarmönnum reikninga félagsins og endurskoðanda fyrir aðalfund félagsins.
 
6. gr. Ávöxtun sjóðsins.
Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með eftirfarandi hætti:
a) Í ríkisskuldabréfum, í skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs og í skuldabréfum tryggðum með öruggum fasteignaveðum.
b) Með kaupum á markaðsskráðum verðbréfum. c) Í bönkum eða sparisjóðum.
d) Í fasteignum tengdum starfsemi sjóðsins.
e) Á annan þann hátt er stjórn sjóðsins metur tryggan.
Ávallt skal þess gætt að varsla og ráðstöfun fjármuna fari ekki í bága við markmið eða verkefni sjóðsins.
 
7. gr. Reksturskostnaður.
Afgreiðsla sjóðsins skal vera á skrifstofu félagsins. Allan beinan kostnað við
rekstur ber sjóðurinn sjálfur. Kostnað vegna afgreiðslu og skrifstofuhalds skal ákveða í samkomulagi milli stjórna sjóðsins og félagsstjórnar.
 
8. gr. Málsskot.
Heimilt er að vísa ágreiningi vegna úthlutunar til úrskurðar félagsstjórnar.
 

9. gr. Breytingar á reglugerðinni.
Reglugerð þessari má breyta á aðalfundi félagsins enda sé þess getið í
fundarboði að reglugerðarbreytingar séu á dagskrá og ennfremur skulu breytingarnar áður hafa verið ræddar á almennum félagsfundi. Einnig er heimilt að breyta reglugerðinni á félagsfundi, hafi breytingarnar áður verið ræddar á félagsfundi og breytinganna getið í fundarboði. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nægir til að reglugerðarbreyting teljist samþykkt.
 
10. gr. Gildistími.
Reglugerðin tekur gildi frá og með 1. janúar 2001.